30 Júní 2020 18:05

Í ljósi breyttra aðstæðna í COVID málum með fjölgun greindra smita á landinu áréttar aðgerðastjórn opnunartíma veitingahúsa og skemmtistaða. Ekki má hafa opið lengur en til klukkan 23:00.

Þá hvetur aðgerðastjórn fyrirtæki, verslanir og stofnanir til að skoða sín innanhússmál, fari yfir og rýni það hvort hallað hafi undan fæti í smitvörnum síðustu vikur. Er þar meðal annars vísað til fjarlægðarmarka, aðgengi að spritti fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn, sprittnotkun á snertifleti og svo framvegis.

Leiðbeiningar varðandi smitvarnir eru einfaldar en skilvirkar. Hjálpumst að við halda þær. Þannig komumst við í gegnum þetta saman.