25 Ágúst 2020 15:03

Sex eru í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Tuttugu og tveir eru í sóttkví.

Rétt um 160 farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Þeir fóru allir í sýnatöku um borð og ættu niðurstöður að liggja fyrir innan sólarhrings. Þeirra bíður nú fimm daga sóttkví og sýnataka í kjölfarið í samræmi við sóttvarnarreglur. Tveir voru smitaðir um borð sem fóru í sýnatöku hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands til mótefnamælingar. Þeir voru í einangrun um borð og verða áfram í einangrun að minnsta kosti þar til niðurstaða mótefnamælingar liggur fyrir.

Meint sóttkvíarbrot kom upp í síðustu viku í fjórðungnum þar sem einstaklingur fór af dvalarstað í heimildarleysi. Það mál er til rannsóknar.