1 September 2020 17:14

Átta einstaklingar greindust með COVID-19 smit á Austurlandi í síðasta mánuði. Sá síðasti greindist 16. ágúst eða fyrir hálfum mánuði síðan. Virðist sem tekist hafi að koma í veg fyrir bylgju smita í kjölfarið þar sem engin smit hafa greinst síðan, enginn er í einangrun og enginn í sóttkví. Því lítur út fyrir að við höfum í sameiningu komist yfir hjalla sem var ekki sérlega árennilegur um miðjan mánuðinn. Ástæða er til að gleðjast vegna þess enda slik niðurstaða ekki sjálfgefin. Víti eru þó til að varast og mikilvægt sem fyrr að halda smitvörnum áfram, að virða tveggja metra reglu og gæta að handþvotti og sprittnotkun.

Fjárréttir eru nú að hefjast víða í fjórðungnum. Sóttvarnayfirvöld gáfu í gær út leiðbeiningar þar sem áréttað er að vegna fjöldatakmarkana geta ekki aðrir sótt réttir en þeir sem sinna réttarstörfum. Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum því til íbúa fjórðungsins að sækja ekki réttir meðan þessar reglur og núverandi fjöldatakmarkanir vara nema eiga þangað erindi til starfa. Vísast að öðru leyti til meðfylgjandi leiðbeininga. https://saudfe.is/frettir/2724-uppf%C3%A6r%C3%B0ar-reglur-fyrir-g%C3%B6ngur-og-r%C3%A9ttir-vegna-covid-19.html