11 September 2020 16:54

Enginn er í einangrun né í sóttkví á Austurlandi.

Aðgerðastjórn í fjórðungnum sér ástæðu til að hrósa þeim fjölmörgu sem hyggja á mannfagnaði í haust, leiksýningar og fleira, sem kappkosta í aðdragandanum að tryggja að öllum smitvarnareglum og leiðbeiningum sé fylgt. Sýnilegt er að íbúar eru meðvitaðir um viðkvæmt ástand, hversu lítið má út af bregða og hversu mikilvægt er að okkur takist í sameiningu að halda núverandi stöðu.  Á meðan það er viðhorfið getum við verið bjartsýn á framhaldið.