15 September 2020 16:40

Enginn er í sóttkví eða einangrun á Austurlandi vegna COVID-19.

Norræna kom í morgun til Seyðisfjarðar og fóru 57 farþegar í land eftir sýnatöku. Farþegar fengu leiðbeiningar um þær reglur er gilda um sóttkví og seinni sýnatöku að fimm til sex dögum liðnum.

Blankalogn ríkir nú í fjórðungnum hvað smit varðar. Aðgerðastjórn áréttar sem fyrr hversu lítið má út af bregða til að á bresti með kalda og jafnvel roki. Höldum því okkar striki öll sem eitt þannig að við getum áfram notið blíðunnar.