18 September 2020 13:52

Enginn er með virkt smit á Austurlandi vegna COVID-19.

Aðgerðastjórn vekur athygli á aukningu smita á höfuðborgarsvæðinu. Hún minnir því sem fyrr á mikilvægi persónulegra smitvarna, fjarlægðarregluna góðu, sprittnotkun og handþvott.

Verslunareigendur og rekstraraðilar veitingastaða eru og hvattir sérstaklega til að rýna smitvarnir, að spritt sé til staðar og gætt að fjarlægðarmörkum og fjölda.

Aðgerðastjórn áréttar að fjarlægð umfram einn meter þýðir aukin smitvörn. Tveggja metra reglan myndi því góð regla næstu daga meðan óvíst er með þróun smits, hvort og þá hversu mikil aukningin er og hversu dreifð hún er um landið.

Hjálpumst að við smitvarnir, alltaf og allsstaðar.