22 September 2020 18:10

Enginn er í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits.

Aðgerðastjórn minnir á að hvassviðri er í kringum okkur og lítið má út af bregða til að ekki komi til smits í fjórðungnum, rétt eins og gerðist í fyrri bylgjunum tveimur en þá barst smitið til Austurlands þó seint væri. Leitumst við að vinna gegn slíku með samstilltu átaki og gætum öll að persónubundnum smitvörnum. Á það ekki síst við þegar ferðalög eru farin og návígi er mikið. Höldum okkur frá aðstæðum þar sem margir koma saman og við getum ekki tryggt fjarlægðarmörk. Munum handþvottinn og sprittið.

Njótum lognsins og njótum þess saman með því að halda hæfilegri fjarlægð.