30 September 2020 17:06

Tvö virk smit eru nú skráð hjá þeim sem eiga lögheimili á Austurlandi eftir að eitt bættist við á Covid.is í morgun. Sá smitaði sem skráður var í morgun er þó búsettur annarsstaðar og því einungis einn einstaklingur sem fyrr með greint smit í fjórðungnum.

Von er á togara inn til Seyðisfjarðar í kvöld þar sem fimm skipverjar hafa fundið til einkenna sem svipar til COVID-19. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands undirbýr móttöku skipverjanna s.s varðandi sýnatöku, sóttkví og einangrun þar til svör úr sýnum fást. Niðurstaða sýnatöku ætti að liggja fyrir seinnipart dags á morgun.