2 Október 2020 14:53

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi.

Aðgerðastjórn vekur athygli á þeirri bylgju smita sem risið hefur á höfuðborgarsvæðinu og virðist lítið lát á. Hún hvetur því alla þá sem þangað fara til að gæta sérstaklega að sér og þá sem þaðan koma  til að gera slíkt hið sama.

Þá hvetur hún til almennrar aðgæslu inn á svæðinu, að við virðum mörk hvers annars, gætum að fjarlægð, handþvotti og sprittnotkun til að forðast smit og smita ekki þá sem við dags daglega eigum samskipti við.  Verum ábyrg gagnvart hvort öðru og höldum áfram að gera þetta saman.