7 Apríl 2020 16:50

Staða mála er enn óbreytt á Austurlandi hvað smit varðar, sjö eru í einangrun og hefur ekki fjölgað síðastliðna sex sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp.

Þrjátíu og átta eru í sóttkví og fækkað um sextán frá í gær.

Á sama tíma og niðurstöður gefa ágætar vonir um þróun smita minnir aðgerðastjórn Almannavarnanefndar Austurlands á að lítið má út af bregða til að þeim fjölgi hratt.

Þar sem góð vísa er aldrei of oft kveðin er dags- og páskaskipan því þessi –

  • Verum heima
  • Virðum tveggja metra regluna
  • Förum sjaldan í matvörubúðir, gerum stærri innkaup í hvert sinn
  • Verum góð við afgreiðslufólk, fylgjum leiðbeiningum með brosi á vör
  • Gerum þetta saman

Hvað varðar niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar þá eru þær ókomnar. Þær munu birtar um leið og berast