17 Október 2020 13:10

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi.

Gert er ráð fyrir nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir á þriðjudag. Helstu breytingar utan höfuðborgarsvæðisins hafa þó verið kynntar á vef stjórnarráðsins. Þessar eru helstar:

  • Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar.
  • Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum.
  • Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn.
  • Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra.
  • Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra.
  • Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar.

Reglugerðin mun kynnt á þessum vettvangi í kjölfar útgáfu hennar.