24 Október 2020 14:00

Ekkert COVID smit er nú skráð á Austurlandi.

Aðgerðastjórn hefur fengið fyrirspurnir um jólahlaðborð vinnustaða, hvernig þau samrýmist sóttvarnareglum sem gilda til 3. nóvember. Hún bendir á að samkvæmt þeim mega ekki fleiri en tuttugu einstaklingar koma saman hverju sinni að þjónustufólki meðtöldu. Þá skuli tryggja 2 metra fjarlægð milli þeirra sem ekki eru í nánum tengslum. Hefðbundin jólahlaðborð virðast af þessum sökum snúin í framkvæmd miðað við núverandi stöðu. Við það bætist að varað hefur verið við slíkum hlaðborðum vegna smithættu, nokkuð sem rétt myndi að taka með í reikninginn einnig. https://www.ruv.is/utvarp/spila/frettir-kl-12-20/25243/7gnilj/nyjar-tolur-og-thor-aspelund

Höldum áfram að ganga þennan þrönga COVID veg og gerum það saman.