28 Október 2020 17:15

Engin COVID smit eru á Austurlandi.

Þau ánægjulega tíðindi bárust frá Heilbrigðisráðuneytinu í gær að aukið hafi verið á svigrúm gagnvart samkomutakmörkunum í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þar mega nemendur nú mæta í skólann sinn að nýju. Þeir þurfa þó að gæta að því að halda eins metra fjarlægð auk þess sem grímunotkun er skylda. Þá mega ekki fleiri en þrjátíu vera saman í hóp. Um talsverð viðbrigði er að ræða fyrir nemendur sem hafa þurft að halda sig heima nú í nokkurn tíma. Tilslakanirnar eru heimilaðar í ljósi góðs ástands COVID mála í fjórðungnum og gert ráð fyrir að þær haldi svo lengi sem forsendur eru óbeyttar.

Höldum áfram að berjast saman og komast gegnum þennan skafl, öll sem eitt.