29 Október 2020 16:44

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.

Enn er fjöldi smita að greinast á höfuðborgarsvæðinu sem og víða á landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir hertum reglum af hálfu yfirvalda vegna þessa. Þær verða kynntar á þessum vettvangi um leið og þær liggja fyrir, hugsanlega á morgun.

Aðgerðastjórn hvetur sem fyrr til aðgæslu í hvívetna meðan þetta viðkvæma ástand varir, að ferðalög verði ekki farin nema af brýnni nauðsyn, fjarlægðarmörk virt, handþvottur stundaður sem aldrei fyrr og spritt borið á snertifleti. Þá er áréttuð grímunotkun þar sem við á og reglur segja til um, svo sem í verslunum.

Höldum áfram að gera þetta saman.