4 Nóvember 2020 16:54

Tveir eru greindir með COVID smit á Austurlandi og báðir í einangrun.

Afar ánægjulegt er að fólk virðist hafa tekið alvarlega þau tilmæli að vera heima hafi það einkenni COVID smits og leita þá heilsugæslunnar. Mælikvarði á þetta er að í nýliðnum október voru tekin milli tíu og fimmtán einkennasýni í fjórðungnum á hverjum degi. Sýnin eru send samdægurs til greiningar á höfuðborgarsvæðinu og niðurstöður liggja að jafnaði fyrir innan við sólarhring eftir sýnatöku.

Ljóst er af þessu meðal annars að við erum að gera þetta saman.