5 Nóvember 2020 14:16

Tveir eru með virkt smit á Austurlandi og báðir í einangrun.

Af hálfu lögreglu hefur markvisst eftirlit verið í gangi með því hvernig sóttvarnareglum er framfylgt og kappkostað að leiðbeina þar sem þess er þörf. Þá hefur ábendingum um meint brot verið fylgt eftir. Af viðbrögðum að dæma eru íbúar og atvinnurekendur áfram um að gera þetta vel og gera þetta rétt.

Áfram erum við því að gera þetta saman.