10 Apríl 2020 16:57

Niðurstöður úr sýnatöku HSA um síðustu helgi í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu liggja nú fyrir staðfestar. Tekin voru 1415 sýni og reyndust öll neikvæð.

Þetta eru góðar fréttir en undirstrika um leið mikilvægi þess að halda vöku sinni og einbeitingu. Lítið má út af bregða eins og dæmin sanna og áréttað hefur verið í fjölmiðlum meðal annars og af stjórnendum Heilbrigðisstofnana nú nýverið. Förum því varlega og fylgjum leiðbeiningum áfram og líkt og við höfum gert fram til þessa.

Gerum þetta saman.