7 Febrúar 2022 13:22

Veðrið er nú að mestu gengið niður á Austurlandi. Engin útköll hafa borist björgunarsveitum eða lögreglu þrátt fyrir hríðarbyl í morgun og erfiða færð á vegum. Má þakka það góðum viðbrögðum íbúa hversu vel hefur til tekist, við tilmælum um að vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir. Fyrir það þakkar aðgerðastjórn.

Vegagerðin vinnur nú að því að opna allar helstu leiðir í umdæminu.  Þeir er hyggjast leggja á þjóðveginn eru beðnir um að kanna áður á vef Vegagerðar hvaða leiðir eru opnar.