29 Mars 2020 15:56

Eitt staðfest smit greindist á Austurlandi í gær. Einstaklingar í einangrun eru þá sex talsins í fjórðungnum. Nokkuð af sýnum eru til rannsóknar og niðurstöðu beðið.

Í sóttkví eru 212 og hefur fækkað um fjóra frá í gær. Má gera ráð fyrir að hluti flugfarþega sem komu til landsins fyrir rétt um hálfum mánuði síðan frá skilgreindum áhættusvæðum hafi lokið sínum fjórtán dögum sóttkvíar og það sé skýringin á fækkuninni.