25 Apríl 2020 14:34

Fjöldi greindra smita á Austurlandi er óbreyttur sem fyrr. Átta smit hafa greinst. Einn er í einangrun. Sjö eru í sóttkví.

Þegar litið er til þróunar í fjölda smita á svæðinu er ljóst að faraldurinn er á undanhaldi. Það má ekki síst þakka samheldni okkar og árvekni við að koma í veg fyrir smit. Höldum því áfram svo ekki komi bakslag og gleðjumst 4. maí þegar reglur verða rýmkaðar.