8 Janúar 2021 17:59

Tvö COVID-19 smit eru nú á Austurlandi. Það eru svokölluð landamærasmit hjá fólki sem kom til landsins í gær, sem nýtur eftirfylgdar bæði frá Covid-deild Landspítala og HSA.

Það er útlit fyrir að landsmenn hafi almennti hagað nýafstöðnu hátíðahaldi þannig að ekki hafi hlotist af smit/hópsmit. Það er ástæða þess að sóttvarnalæknir telur líklegt að rýmka megi gildandi sóttvarnareglur innanlands, að því tilskyldu að nýgengi innanlandssmita verði áfram lágt næstu daga. Þetta er í senn fagnaðarefni og um leið áminning til okkar að þekkja vel gildandi reglur hverju sinni og fara í einu og öllu eftir þeim. Ráðherra hefur fengið í hendur minnisblað sóttvarnalæknis og á grunni þess og þróunar næstu daga mun ráðherra gefa út nýjar reglur sem taka gildi 13. janúar nk.

Sem stendur siglum við á lygnum sjó. Áframhaldandi persónuleg aðgát og samheldni okkar vegur þungt í að svo megi verða áfram og alla leið í land.