2 September 2021 16:10

Almannavarnefnd vekur athygli á þurrkum í umdæminu síðustu vikur. Vatnsból eru því víða orðin vatnslítil. Meðan ástand þetta varir eru íbúar og gestir í fjórðungnum hvattir til kveikja ekki opinn eld vegna hættu á gróðureldum. Þá er hvatt til að farið sé varlega í notkun gas- og kolagrilla sem og verkfæra sem neistað getur út frá á viðkvæmum svæðum, henda ekki logandi vindlingum í þurran gróður og svo framvegis.

Gætum að okkur í hvívetna meðan þetta ástand varir.