3 Júní 2009 12:00

Námskeið fyrir dyraverði veitinga- og skemmtistaða.

Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir Dyravarðanámskeiði í september 2009.  Námskeiðið er samstarfsverkefni Fræðslunetsins, lögreglunnar í Árnessýslu, lögreglunnar á Hvolsvelli og stéttarfélagsins Bárunnar og er ætlað dyravörðum veitinga- og skemmtistaða.  Lögreglan hvetur alla þá sem starfa við dyravörslu eða hafa í hyggju að gera það að fara á þetta námskeið þar sem fagfólk fer yfir réttindi og skyldur, tryggingar í starfi, skyndihjálp, brunavarnir, sjálfsvarnaræfingar, fíkniefni, áfengislög, samskipti dyravarða og lögreglu.  Það skiptir miklu máli fyrir dyraverði að vera vel að sér í þessum fræðum við störf sín auk þess sem í framtíðinni verður það skilyrt að dyraverðir hafi lokið námskeiði af þessu tagi til að fá að starfa við fagið.

Kennsla fer fram frá kl. 19:00 til 22:00 dagana 14., 16., 23., 29., og 30. september 2009 í Iðu n.t. í sal Júdódeildarinnar á Selfossi. Innritun á námskeiðið hjá Fræðsluneti Suðurlands frá 10. – 26. júní og 6. ágúst – 24. ágúst í síma 480-8155 eða með tölvupósti á asmundur@fraedslunet.is Sótt verður um styrki til að greiða námskeiðið niður.  Sjá nánar http://fraedslunet.is