10 Desember 2019 22:40

Búist er við norðanstormi á Austurlandi í nótt og í fyrramálið, með snjókomu og skafrenningi. Vind tekur svo að lægja eftir hádegi samkvæmt spá Veðurstofu en áfram þó hríð fram á kvöld. Ekkert ferðaveður verður og lokanir vega víðtækar.

Aðgerðastjórnir á svæðinu hafa komið saman og eru í viðbragðsstöðu.

Lögregla hvetur íbúa til að fylgjast með veðurspám og tilkynningum Vegagerðar um lokanir. Þá hvetur hún foreldra til að fylgjast með tilkynningum sveitarfélaga um skólahald í fyrramálið.

Lögregla áréttar við íbúa og aðra þá sem eru á svæðinu að vera ekki á ferðinni nema að brýnni nauðsyn.“