26 Ágúst 2005 12:00

Frá og með 1. september 2005 verður sú breyting á að samræmd neyðarsímsvörun á Íslandi, Neyðarlínan, 112, mun taka á móti og svara öllum símhringingum, er hringja í aðalsímanúmer lögreglunnar á Hvolsvelli, 488 4111.

Þessi breyting er m.a. tilkomin vegna reglugerðar nr. 335 frá 23, mars 2005 þar sem kveðið er á um að ríkislögreglustjórinn starfræki fjarskiptamiðstöð sem stoðdeild við lögregluumdæmin og sinnir þjónustu og samræmingarhlutverki við lögregluliðin. Fjarskiptamiðstöðin er annars vegar tengiliður borgaranna við lögregluna og hins vegar við lögreglumenn sem starfa á vettvangi.

Lögreglan í umdæmi Sýslumannsins á Hvolsvelli mun frá og með 1. september n.k. ásamt nokkrum öðrum lögregluliðum á landsbyggðinni verða þjónustuð af Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra líkt og önnur lögreglulið á höfuðborgarsvæðinu og á suð-vesturlandi undan farin ár.

Með þessari breytingu er enn frekar tryggt að sá aðili sem hringir í síma lögreglunnar á Hvolsvelli, 488 4111 eða 112 og þarf á þjónustu lögreglunnar að halda fái strax samband við lögreglu.