24 Ágúst 2022 11:25
(English below)
Eldgosasvæðið í Meradölum er opið í dag.
Bannað er að fara út á hraunið sem rann í gosinu í Geldingadölum og í Meradölum. Þessum fyrirmælum lögreglustjóra er öllum skylt að hlíta. Sjá til hliðsjónar 23. gr. almannavarnalaga nr. 82/2008. Enn um sinn þurfi að tryggja sem best öryggi þeirra sem um svæðið fara og auðvelda störf viðbragðsaðila.
Þá bendir lögreglustjóri á að eldvörp og eldhraun njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Spá Veðurstofunnar um gasdreifingu
Engin virkni mælist í gígnum í Meradölum. Ólíklegt er að gasmengunar verði vart í byggð.
Enn má gera ráð fyrir staðbundinni gasmengun á svæðinu.
Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar á safetravel.is á slóðinni: https://safetravel.is/eldgos
Upplýsingar um fjölda fólks sem fer um gossvæðið má finna á heimasíðu Ferðamálastofu: https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/ferdamenn-a-islandi/gosslod-geldingadalir. Gera má ráð fyrir að þessar tölur séu mun hærri.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Ólögmætur akstur utan vega varðar refsingu. Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar: https://www.ust.is/
Mikilvæg skilaboð frá Veðurstofu fyrir þá sem ætla að fara að gosstöðvunum
- Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mengunin leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldgossins með vindinn í bakið.
- Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í lægðum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
Áætla má að ganga eftir gönguleið A taki að lágmarki 5 til 6 klukkustundir. Gætt getur gasmengunar á gönguslóð og þá sérstaklega í nálægð við þann stað þar sem síðast gaus. Börn hafa minna þol gagnvart loftmengun og eru skilgreind sem viðkvæmur hópur. Þá er ekki ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum, sjá upplýsingar á heimasíðu embættis landlæknis. Göngumenn fari gætilega og haldi sig fjarri hraunjaðri. Þá er vakin athygli á því að enn er unnið að lagfæringum á þessari leið.
Þar sem aðstæður hafa breyst og gönguleið A orðin greiðfærari er ekki lengur bannað að fara með börn upp að gosstöðvunum í Meradölum.
Foreldrum ungra barna er bent á auðvelda gönguleið inn í Nátthaga þar sem skoða má hraunið sem rann í gosinu í fyrra.
The eruption site in Meradalir is open today.
It is forbidden to go out on the lava that flowed during the eruption in Geldingadalir and Meradalir. Everyone is obliged to obey these instructions from the Police Commissioner. See Article 23 of the Civil Protection Act no. 82/2008 for consideration. For the time being, it is necessary to ensure the safety of those who pass through the area and to facilitate the work of emergency responders.
The Police Commissioner would also like to note that volcanic cones and lava are under special protection according to Article 61 of Act no. 60/2013 on Nature Conservation.
The National Weather Service’s forecast for gas distribution
No activity is measured in the crater in Meradalir. It is unlikely that gas pollution will be noticed in settlements.
Localized gas pollution can still be expected in the area.
Please familiarize yourself with the instructions on safetravel.is at the URL: https://safetravel.is/eldgos
Information about the number of people who pass through the eruption area can be found on the website of the Icelandic Tourist Board: https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/is/ferdamenn-a-islandi/gosslod-geldingadalir. It can be assumed that these numbers are much higher.
It is forbidden to drive motorized vehicles off-road. Illegal off-road driving is punishable. For further information, see the Environment Agency’s website: https://www.ust.is/
An important message from the Meteorological Agency for those planning to go to the eruption site
- Gas pollution at the eruption site can always exceed the danger level, the pollution is downwind, so it is safest to look at the eruption with the wind at your back.
- In light winds (<5 m/s) gas can accumulate in depressions, then the wind direction is controlled by the terrain and gas can be above the danger level far up the slopes, all the way around the eruption site. In such cases, the spectators have to move up the mountains and ridges and not stay on the slopes above.
Hiking along trail A can be estimated to take a minimum of 5 to 6 hours. Gas pollution may be present on the hiking trail, especially in the vicinity of the latest eruption. Children have less tolerance for air pollution and are defined as a vulnerable group. It is also not advisable for children to stay longer than 15 minutes in a place where air pollution is above health protection limits, see information on the website of the Directorate of Health. Hikers should proceed with caution and stay away from the edge of the lava. Attention is also drawn to the fact that repairs are still being made on this route.