19 Maí 2005 12:00

Lögreglan í Reykjavík vill vekja athygli á því að undanfarna sólarhringa hefur talsvert verið um innbrot í ökutæki. Innbrotin sem mest hafa verið að degi til eru einkum í ökutæki á bílastæðum við fjölbýlishús og útivistarsvæði í austurborginni. Svipuðum aðferðum virðist vera beitt við innbrotin þ.e. að brjóta hliðarrúðu og fjarlægja síðan hljómflutningstæki og önnur sýnileg verðmæti. Þá er oft valdið nokkrum skemmdum á ökutækjunum við afbrotin.

Af þessu tilefni vill lögreglan hvetja borgara til að skilja ekki eftir sýnileg verðmæti í ökutækjum sínum og tilkynna lögreglu um grunsamlegar mannaferðir.