27 Ágúst 2013 12:00

Neðangreind tilkynning hefur borist frá almannavaranardeild RLS varðandi veðurspá fyrir komandi helgi:

„Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því sérstaklega til ferðaþjónustuaðila að þeir upplýsi viðskipavini sína um veðurspár og ráðleggi þeim frá ferðalögum á norðanvert hálendið um helgina. Miðað við veðurspár er líklegt að það snjói víða á fjallvegi og því sérstaklega mikilvægt að upplýsingar berist til ferðamanna sem eingöngu eru búnir bifreiðum til sumaraksturs. Þeir sem hyggja á ferðalög eru hvattir til að fylgjast vel með veðurútliti á www.vedur.is og færð á vegum www.vegagerdin.is  áður en haldið er af stað.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist náið með framvindunni í samvinnu við Veðurstofuna og miðalar upplýsingum á www.almannavarnir.is og á Facebook síðu deidlarinnar: https://www.facebook.com/Almannavarnir“