19 Júní 2015 14:30

Kl. 22:36 í gærkvöldi, 18. júní, barst lögreglunni á Húsavík tilkynning frá þjóðgarðsverði í Ásbyrgi um að erlendur ferðamaður hefði talið sig sjá hvítabjörn í Jökulsárgljúfrum um miðja vegu milli Hólmatungna og Vesturdals. Ákveðið var að þeir ferðamenn sem voru í tjöldum í Vesturdal færðu sig niður í Ásbyrgi meðan málið væri kannað.

Við nánari athugun og viðtöl við tilkynnanda var talið ólíklegt að um hvítabjörn væri að ræða og ekki ástæða til að loka svæðinu. Eigi að síður var Landhelgisgæslan beðin um að fljúga yfir svæðið til öryggis. Var þyrla gæslunnar kominn á staðinn um kl. 12:45 í dag, 19. júní. Leitarsvæðið miðaðist við Jökulsárgfljúfur milli Ásbyrgis og Dettifoss og til vestur til heiða eins og ástæða þótti til. Leit var lokið kl. 14:15. Enginn hvítabjörn eða ummerki um hann fundustu við leitina.