9 September 2006 12:00

Svokallaður Grafarvogsdagur stendur nú yfir en honum lýkur með flugeldasýningu klukkan 22:00 í kvöld. Vitað er að hross geta fælst við flugelda og því biður lögreglan í Reykjavík bæði hestamenn og vegfarendur að vera á varðbergi.

Gott væri ef eigendur hrossa gætu aðgætt að girðingar væru í lagi. Eins þurfa vegfarendur, sem eiga leið um þar sem hestar eru í nágrenninu, að sýna aðgát.