15 Apríl 2005 12:00

Samkvæmt reglum er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. Því er sá tími kominn að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna. Lögreglan mun framfylgja þessum reglum, og einnig líta til undanþáguákvæðanna. Eins og tíðarfar hefur verið að undanförnu, og útlit fyrir að geti haldið eitthvað áfram, að þá hefur verið hálka bæði i þéttbýli og á heiðum uppi. Því mun lögreglan líta til þess og  ekki sekta bíleigendur fyrst í stað en um leið og vetri sleppir mun lögreglan beita sektum á þá sem aka um á neglum hjólbörðum. Sekt við slíku er kr. 5000.