5 Desember 2007 12:00
Talsvert er um það að ökumenn sem lent hafa í umferðaróhappi kalli til lögreglu sökum þess að tjónstilkynningareyðublað tryggingafélaganna er ekki meðferðis. Lögreglan hvetur af þeim sökum ökumenn til að aka með gætni svo eyðublöðin þurfi ekki notkunar við en að öðrum kosti hafa þau tiltæk í ökutækjum sínum.
Eyðublöðin er hægt að nálgast hjá tryggingafélögum, á bensínstöðvum, skoðunarstöðvum ökutækja, flestum bílasölum og á svæðisstöðvum lögreglu. Eyðublöðin má einnig nálgast hér.