24 Maí 2008 12:00

Laust eftir kl. 10:00 í morgum stóð þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf togskipið Smáey VE að meintum ólöglegum veiðum út á Lónsbugt við Hvítinga.  Skipið er talið hafa verið að veiðum innan við 3 sml. frá landi.  Skipinu var vísað til Hafnar í Hornafirði þar sem málið verður rannsakað frekar af lögreglunni á Höfn.  Málið er á forræði lögreglustjórans á Eskifirði.