19 Febrúar 2014 12:00

Í gær, mánudag, voru skráninganúmer tekin af 12 ótryggðum ökutækjum á Selfossi.  Frá áramótum hefur lögreglan á Selfossi tekið 25 ökutæki úr umferð í Árnessýslu vegna þess að eigendur þeirra höfðu látið undir höfuð leggjast að halda ábyrgðartryggingu þeirra í gildi.  Þetta er mjög hátt hlutfall ökutækja sem hafa verið tekin úr umferð af þessari ástæðu á svona skömmum tíma.  Síðastliðið ár komu upp tilvik þar sem ótryggð ökutæki lentu í umferðaróhöppum.  Í slíkum tilvikum getur tjónþoli staðið uppi með tjón sem hann fær ekki bætt.  Lögreglan á Selfossi mun halda áfram að fylgjast með þessum þætti í umdæmi sínu.  Sekt við þessu broti er 30.000.00 krónur sem lendir á skráðum eiganda eða umráðamanni ökutækisins.