18 Nóvember 2009 12:00
Lögreglukór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Laugarneskirkju í Reykjavík nk. laugardag, 21. nóvember, klukkan 16. Lögreglukórinn var stofnaður 1934 og fagnar því 75 ára afmæli um þessar mundir. Á efnisskránni verður mikið af léttri tónlist í bland við hefðbundin karlakóralög. Stjórnandi er Guðlaugur Viktorsson en á tónleikunum nýtur kórinn aðstoðar hljóðfæraleikaranna Gunnars Gunnarssonar (píanó), Tómasar R. Einarssonar (bassi), Ómars Guðjónssonar (gítar) og Scotts McLemore (slagverk). Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.