7 Maí 2018 09:47

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður en bifreið hans mældist á 147 km hraða á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Annar ökumaður sem staðinn var að hraðakstri reyndust vera bæði ölvaður og sviptur ökuréttindum.

Þá voru tíu ökumenn til viðbótar teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- og/eða fíkniefnaaksturs.

Jafnframt voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum sem voru ýmist að tala í síma, óku ekki með öryggisbelti spennt eða óku sviptir ökuréttindum.