26 Júní 2014 12:00

Lögreglumenn – Selfoss

Við embætti lögreglustjórans á Selfossi er lausar til umsóknar tvær stöður lögreglumanna í almennri löggæslu. Lögreglustjóri skipar í stöðurnar frá og með 1. september 2014.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu, sem og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn eða Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í síma 480 1010

Helstu verkefni og ábyrgð eru í samræmi við reglugerð 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins.

Leitað er að einstaklingum með frumkvæði í starfi, vandvirkni, þjónustulund og góða samskipta- og samstarfsfærni.

Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2014 og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Selfossi Hörðuvöllum 1, 800 Selfoss

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Starfið er vaktavinna.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Ríkislögreglustjóri skipar í stöðurnar. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin.

Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is undir liðnum eyðublöð.

Selfossi, 26 júní 2014

Ólafur Helgi Kjartansson

lögreglustjóri