28 Mars 2003 12:00

Föstudaginn 28. mars 2003

Kl. 06:29 var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut á Strandarheiði skammt austan Vogaafleggjara.

Fólksbifreið á leið til Reykjavíkur lenti á vinstra framhorni lítillar fólksflutningabifreiðar og síðan á fólksbifreið sem á eftir henni kom. Ökumenn fólksbifreiðanna, 25  og 56 ára gamlir karlmenn, létust og einn farþegi hlaut mikil meiðsl.  

Farþegar í fólksflutningabifreiðinni, átta talsins, sluppu með minni háttar meiðsli að talið er.  

Ekki er að fullu ljóst með tildrög slyssins og biður Lögreglan í Keflavík þá sem voru vitni af slysinu að hafa samband í síma 4202461 eða 4202400.