20 Nóvember 2013 12:00

Tveir lettneskir ríkisborgarar sem lögreglan á Selfossi handtók við Reykjaskóg í Bláskógabyggð í fyrrakvöld voru leiddir fyrir dómar í gærkvöldi þar sem gerð var krafa um gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008.  Til rannsóknar er meiri háttar líkamsárás og innbrot í sjö sumarbústaði í Bláskógabyggð í nóvember.  Í öllum innbrotunum var flatskjáum stolið ásamt ýmiss konar rafmagnstækjum og öðrum munum.  Gefin hefur verið út ákæra á annan manninn vegna á annan tug auðgunarbrota sem hann er sakaður um að hafa framið síðastliðið sumar og í haust.  Það er mat lögreglu að brýnt sé að taka manninn úr umferð til að stöðva brotaferil hans.  Dómari tók sér frest fram yfir hádegi í dag til að ákveða hvort mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi eða ekki.