14 Ágúst 2012 12:00

Ekið var á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar á bifreiðastæðum í Reykjanesbæ um helgina, önnur þeirra stóð gegnt Hótel Keflavík og hin á Skógarbraut á Ásbrú framan við byggingu 1106, stigagang 2. Í báðum tilvikum létu þeir sem valdir voru að ákeyrslunum sig hverfa af vettvangi án þess að gera vart við sig. Talsvert tjón varð á báðum bílunum. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um þessi tvö atvik eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 420-1800.