16 Júlí 2011 12:00

Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Seyðisfirði  í gær föstudaginn 15. júlí 2011. Í öðru málinu fundust 4.6 gr. af hassi en 1.1 gr. í hinu. Bæði málin komu upp í tengslum við aukið eftirlit vegna skemmtana á LungA hátíðinni. Lögreglan naut aðstoðar sérhæfðs tollvarðar með fíkniefnaleitarhund frá Tollstjóranum sem staðsettur er á Seyðisfirði og fann hundurinn fíkiefnin.