22 Nóvember 2008 12:00

Við  reglubundið eftirlit með komu Herjólfs í gærkvöldi fannst við leit á aðila sem var farþegi með skipinu um 14 grömm af amfetamíni, tvær E-töflur og eitt gramm af MMDA efni. Við yfirheyrslu viðurkenndi hann að eiga efnin og sagði þau til eigin nota. Maður þessi er 19 ára gamall og hefur áður komið sögu lögreglunnar bæði vegna fíkniefnamála og annara afbrota. Málið telst að fullu upplýst.

Einnig kom upp annað fíkniefnamál fyrr um kvöldið þegar fíkniefni fundust á farþega sem var að koma með flugi til eyja. Um var ræða lítisháttar af kannabisefni. Aðili þessi viðurkenndi að eiga efnið og telst málið að fullu upplýst.

Þá voru þrír aðilar handteknir í gærkvöldi fyrir að fara inn í bíla og taka þar lausamuni. Þessir aðilar voru handteknir og  vistaðir í fangageymslu í nótt. Þeim var sleppt lausum í morgun eftir greiðslu sektar.

Nóttin var að örðu leiti annasöm hjá  lögreglunni í Vestmannaeyjum við að sinna hinum ýmsu verkefnum.