15 Janúar 2009 12:00

Lögreglan á Selfossi handtók Í gær 16 aðila í tengslum við rannsókn á innbrotum og þjófnuðum í gróðurhús og sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.   Aðgerðin beindist einnig að meintum fíkniefnabrotum.  Við húsleitirnar fundust á á öllum stöðunum  fíkniefni eða áhöld sem og eitthvað af þýfi.  Þetta var mjög umfangsmikil aðgerð sem lögreglan á Hvolsvelli aðstoðaði við.   

Nú í morguns/árið dvelja þrír í fangageymslum lögreglunnar á Selfossi.  Þeir munu verða yfirheyrðir fyrir hádegi.  Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir í það minnsta einum þeirra. 

Í tengslum við þessa rannsóknir voru tveir ökumenn staðnir að því að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna í gærkvöldi.

Megin þungi rannsóknarinnar snýr að því að upplýsa þjófnaði á þeim fjölda gróðurhúsalampa úr gróðurhúsum síðastliðna tvo mánuði.  Rannsóknin er á því stigi að ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.