29 Október 2002 12:00

Umferðarátak í Vestmannaeyjum

Vikuna 31. október til 7. nóvember n.k. stendur yfir átak lögreglu í umferðarmálum í Vestmannaeyjum.

Nú er komin sá tími sem skammdegið fer að segja til sín og skólabörn ganga í skólana í myrkri. Það er því mikilvægt að ökumenn séu vel vakandi fyrir ungum vegfarendum og ökutæki vel búin til vetraraksturs.

Frá og með 1. nóvember n.k. verður byrjað að beita sektum fyrir ólöglega farsímanotkun við akstur bifreiða.

Lögreglan í Vestmannaeyjum leggur áherslur á eftirfarandi í umferðarátakinu næstu viku:

Ljósabúnað bifreiða, öryggisbelti, farsímanotkun við akstur og ölvunarakstur.