26 Október 2006 12:00

Umferðarátak lögregluliða á SV horninu heldur áfram í dag.   Sérstaklega er fylgst með notkun öryggisbelta en auk þess notkun farsíma við akstur bifreiðar án þess að nota handfrjálsan búnað.    Lögregla hvetur ökumenn til að fara gætilega en jörð er víða hvít og akstursskilyrði eftir því.

Ökumenn sem ekki nota öryggisbelti mega eiga von á 5.000 króna sekt og að auki einum punkti í ökuferilsskrá.   Farþegi sem ekki notar öryggisbelti fær sömu sekt en ekki punkt.     Þá situr ökumaður sem ekki gætir þess að barn noti viðeigandi öryggis- eða verndarbúnað með 10.000 króna sekt og einn punkt í ökuferilsskrá.

Ökumaður sem ekki notar handfrjálsan búnað við akstur bifreiðar má eiga von á 5.000 króna sekt og 1 punkt í ökuferilsskrá.

Þá tvo daga sem átakið hefur staðið hafa lögregluliðin sem að átakinu standa kært 85 manns fyrir að nota ekki öryggisbelti og 39 ökumenn fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar.