27 Febrúar 2018 11:08

Skráningarnúmer hafa verið fjarlægð af sex bifreiðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðastliðnum dögum. Í einu tilvikinu reyndist skráningarnúmer bifreiðar tilheyra allt annarri bifreið, auk þess sem hún var ótryggð. Hinar fimm bifreiðirnar voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar.

Þá voru fáeinir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.  Loks voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 129 km hraða þar sem hámarkshrað er 90 km á klukkustund.