16 Apríl 2018 10:54

Fimmtán ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fáeinir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra hafði ekið á ljósastaur og viðurkenndi hann ölvunarakstur.

Lögregla fjarlægði svo skráningarnúmer á fáeinum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.