23 Apríl 2018 10:17

Erlendur ferðamaður sem var á hraðferð á Reykjanesbraut þurfti að greiða 97.500 krónur í sekt þar sem bifreið hans mældist á 153 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Auk hans hafa 14 ökumenn verið sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum.

Þá voru átta ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Þrír þeirra voru án ökuréttinda.

Alltof algengt er að ökumenn virði ekki stöðvunarskyldu, leggi bifreiðum sínum ólöglega eða tali í síma án handfrjáls búnaðar. Eitt tilvik brota á umferðarlögum er einu tilviki of mikið og viðkomandi eru sektaðir fyrir slík brot eins og kunnug er.