20 Júní 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í sumar fylgjast sérstaklega með því að ferðavagnar (hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi) séu skoðuð og í lagi, að tengibúnaður sé með öryggiskeðju, hliðarspeglar með framlengingu þar sem þess er þörf og ökumenn með viðeigandi réttindi.
Um mikilvæg öryggisatriði er að ræða og því hvetur lögregla ökumenn til að fara ekki af stað nema þau séu í lagi. Þannig má komast hjá afskiptum lögreglu og mögulegu banni við notkun ökutækis komi í ljós að ökutækið er til hættu fyrir umferðaröryggi.