10 Mars 2016 11:08

20160310_104329_resized

Umferðareftirlitsdeild lögreglunnar á Suðurlandi fór að Geysi í Haukadal og Gullfossi í gærdag  ásamt starfsmönnum ríkisskattstjóra og Samgöngustofu í sérstakt eftirlit með ökutækjum og starfsemi tengd ferðaþjónustu.  Afskipti voru höfð af um 20 ökutækjum og farið yfir rekstrarleyfi, hópferðaleyfi, ökurita, skráningar, ásþunga og búnaði ökutækja.  Nokkrir voru boðaðir með ökutæki til skoðunar á skoðunarstöð.  Einnig voru gerðar athugasemdir vegna rekstrarleyfis og annars því tengdu hjá nokkrum.  Þá var ökumaður kærður fyrir að aka fólksbifreið á 128 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut.  Ástand þriggja hjólbarða var svo slæmt að þeir voru slitnir nánast inn að vír.  Auk hraðasektarinnar var ökumaðurinn sektaður um 5000 krónur á hvern slitinn hjólbarða.